Stuðningsmannafélag KF afhenti 500 þúsund krónur

Á  laugardagskvöldið síðastliðið hélt Kjarninn, stuðningsmannafélag Knattspyrnufélags Fjallabyggðar, kótilettukvöld með öllu tilheyrandi og mættu yfir 60 manns á viðburðinn. Árið 1982 var Kjarninn, þá stuðningsmannafélag Knattspyrnufélags Siglufjarðar, stofnað en það lagðist af árið 1992. Fyrir rúmlega ári síðan var félagið endurvakið og síðan þá hefur félagið unnið ýmsa vinnu til að safna fjármunum fyrir KF. Í gærkvöldi afhenti félagið KF  500.000 krónur í styrk. Kjarnamenn stefna að því að afhenta KF tvisvar sinnum á ári.

Framkvæmdastjóri KF, Óskar Þórðarson fór yfir starf félagsins og ræddi við fólkið um ýmislegt sem tengist félaginu.