Stuðningsfulltrúi óskast á Mennaskólann á Tröllaskaga

Menntaskólinn á Tröllaskaga auglýsir eftir stuðningsfulltrúa á starfsbraut í 60% starf 1. janúar til 15. maí 2013.

Starfslýsing:

  • starfar með nemendum með sérþafir á meðan þeir stunda nám sitt. Meðal verkefna eru félagslegur stuðningur og þjálfun.
  • hefur viðveru á námstíma nemenda á brautinni auk starfa er tengist undirbúningi eða annarri starfsemi brautarinnar.
  • sé jákvæður, sveigjanlegur og áhugasamur í starfi, sé skapandi og sýni frumkvæði.

Laun greiðast samkvæmt stofnanasamningi skólans við Starfsmannafélag Fjallabyggðar.

Ráðið verður í stöðuna frá 1. janúar 2013.

Umsóknir með ítarlegum upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu hafa borist Láru Stefánsdóttur skólameistara í netfangið lara@mtr.is . Einnig er hægt að senda umsóknir í pósti: Menntaskólinn á Tröllaskaga, v/Ægisgötu, 625 Ólafsfjörður.

Umsóknir þurfa að berast í síðasta lagi 29. desember 2013.

Umsóknir þurfa ekki að vera á sérstökum eyðublöðum. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Nánari upplýsingar veitir skólameistari í netfanginu lara@mtr.is sími 460-4240.