Strandveiðar og landanir við Siglufjörð

Strandveiðar hafnar að nýju

Strandveiðar mátti hefja á nýjan leik á miðnætti og hátt í 1.000 bátar héldu til veiða. Mikið var um að vera á Siglufirði síðdegis, er bátarnir komu til löndunar.

Samtals er heimilt að veiða 8.600 tonn, á fjórum mánuðum. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni voru í dag 973 smábátar á sjó. Eigendur bátanna biðu margir til miðnættis, en þá mátti hefja veiðar samkvæmt gilandi reglum.

Strandveiðibátarnir mega veiða samtals 2.300 tonn í þessum mánuði. Við smábátahöfnina á Siglufirði var líf og fjör þegar bátarnir komu til löndunar og það var mikið að gera hjá starfsfólki Fiskmarkaðar Siglufjarðar á þessum fyrsta degi nýs veiðitímabils. Guðmundur Gauti Sveinsson markaðsstjóri giskaði á að um 50 bátar kæmu til löndunar í dag, – línuveiðibátar og strandveiðibátar. Megnið af aflanum verður sent suður, en nokkur hluti er seldur á Norðurlandi. Að hans sögn er verðið þokkalegt um þessar mundir.

Heimild: Rúv.is