Dagskrá Strandmenningarhátíðar í dag í Fjallabyggð er eftirfarandi:

Kl. 10:00 – 18:00 Gamli Slippurinn: Námskeið í smíði súðbyrðings heldur áfram. Opið gestum og gangandi.
Kl. 10:00 – 17:00 Hátíðarsvæði: Sýningatjöld, vinnustofur og aðrir sýningastaðir opnir: Á hátíðarsvæðinu sýna 25-30 einstaklingar gamalt og nýtt handverk sem einkennir sjávarsíðuna. Má þar nefna kaðlagerð, eldsmíði, netagerð,
vinnu úr roði, ull, beinum og æðardúni.
Bátar opnir og til sýnis. Í sumum þeirra eru sýningar í boði.
Íslenskir kvæðamenn kveða og syngja – Unglingahljómsveitin Ronja og ræningjarnir
Húni II býður upp á siglingar með leiðsögn – nánar auglýst á staðnum
Kajakasiglingar með Top Mountaineering – nánar auglýst á staðnum

Kl. 10:00 – 17:00 Ráðhúsið: Lífið á Siglufirði – ljósmyndir eftir Hannes Baldvinsson
Kl. 10:00 – 17:00 Bláa húsið: Frá norðurslóðum – sýning frá Norðurslóðasetrinu á Akureyri
Kl. 11:00 – 15:00 Bókasafnið: Smíði súðbyrðings – ljós- og kvikmyndasýning.
Kl. 11:00 – 17:00 Pálshús, Ólafsfirði: Útgerðarsaga Magnúsar Gamalíelssonar í Ólafsfirði.
Kl. 11:00 – 23:00 Harbour House Café: Brynja Árnadóttir – pennateikningar
Kl. 11:30 Síldargengið fer í bíltúr á gömlum Chevrolet um bæinn og vekur athygli á síldarsöltun
Kl. 12:00 Síldarminjasafnið: Síldarsöltun og bryggjuball á planinu við Róaldsbrakka
Kl. 13:00 Síldarminjasafnið: Síldarhlaðborð fyrir gesti og gangandi
Kl. 13:00 – 15:00 Bókasafnið – Frásagnir af hinu og þessu
Kl: 13:00 Photo show of Croatian coastal culture – Dr. Josko Bozanic, Króatíu (flutt á ensku)
Kl. 13:30 Ferð freigátunnar Jylland til Íslands og Færeyja árið 1874 með Kristján IX og stjórnarskrána – Helle Ingrid Møller Sigh,
sýningarstjóri hjá Fregatten Jylland i Ebeltoft
Kl. 14:00 Photo show of Croatian coastal culture – Dr. Josko Bozanic, Króatíu (flutt á ensku)
Kl: 14:30 Færeyskar sjómannasögur
Kl. 13:00 – 15:00 Blöndalslóð: Listasmiðja fyrir börn undir stjórn Kristínar Dýrfjörð
Kl. 13:00 – 16:00 Saga-Fotografica: Ljósmyndasýningar Ragnars Axelssonar og Jónu Þorvaldsdóttur
Kl. 13:00 – 17:00 Söluturninn: Sjómennskan er ekkert grín – myndlistarsýning Árna Páls Jóhannssonar
Kl. 14:00 – 18:00 Segull 67: Samsýning: Remote / afskekkt
Kl. 14:00 – 17:00 Alþýðuhúsið, Kompan: Freyja Eilíf Helgudóttir
Kl. 14:00 – 17:00 Gamli olíutankinn Tónleikar og gjörningar með ýmsum listamönnum, innlendum sem erlendum.
M.a. flytur Dr. Josko Bozanic ljóð sitt „Navigare Necesse“
Kl. 15:00 Síldarminjasafnið:  Síldarsöltun og bryggjuball á planinu við Róaldsbrakka
Kl. 15:00 – 19:00 Sauðanesviti: Ljósmyndaklúbbur Fjallabyggðar – Strandmenning í Fjallabyggð
Kl. 16:00 Þyrla Landhelgisgæslunnar og Björgunarsveitin Strákar – Björgun úr hafi
Kl. 16:00 Ljóðasetur Íslands: Lifandi viðburður, Siglfirsk kvæðalög
Kl. 17:00 Bláa húsið: Norrænar kvikmyndir
Kl. 17:45 Segull 67: Skoðunarferð um brugghúsið með leiðsögn
Kl. 21:30 Bryggjuball – Hljómsveitin Landabandið leikur fyrir dansi
Kl. 23:00 – 01:00 Torgið Lifandi tónlist