Strandhandbolti á Einni með öllu

Laugardaginn 3. ágúst verður keppt í strandhandbolta á strandblaksvellinum upp í Kjarnaskógi. Keppt verður í 5 manna liðum.  Leikið verður í blönduðum flokki, það er að segja strákar og stelpur munu spila saman. Þetta er annað árið sem mótið fer fram og heppnaðist það gríðarlega vel í fyrra.

Þátttökugjald er 2500 kr á mann í krakkaflokki, en fullorðinsflokki er gjaldið 20 þúsund á hvert lið.

Krakkaflokkur 2004 – 2010 keppa frá klukkan 13:00-15:30
Fullorðinsflokkur 2003 – eldri keppa frá klukkan 15:30-19:00

Nánari upplýsingar hér og skráning er á agust@ka.is

Strandhandboltamót um versló!