Strandblak á Siglufirði við frábærar aðstæður

Strandblaksmót Rauðku fór fram á sunnudeginum um verslunarmannahelgina í blíðskapar veðri. Mótið er haldið af strandblaksnefndinni og er stór liður í fjáröflun strandblaksfólksins til að viðhalda strandblaksvellinum á Siglufirði. Aðstæður til strandblaks voru með besta móti og voru fjölmargir áhorfendur sem fylgdust með. Mótið hófst kl. 11 og lauk um kvöldmatarleytið. Keppendur voru með mismikla reynslu í strandblaki en allir keppendur skemmtu sér og áhorfendum vel og falleg tilþrif sáust oft í sandinum.
Keppt var í þremur flokkum og fengu þrjú efstu pörin í hverjum flokki flott verðlaun fyrir árangurinn.

Sigurvegarar í flokkunum þremur urðu:

Karol – Fjóla, Anna María – Sigurlaug Guðbrands og svo Sólrún Anna og Rut. Í mótslok var svo happdrætti þar sem fjölmargir glæsilegir vinningar voru dregnir út.
Strandblaksnefndin vill þakka keppendum, áhorfendum og ekki síst styrktaraðilum fyrir stuðninginn.

11846614_10153545098512840_9171942128392547624_n 11252597_10153545092867840_5637292033218740610_n 11796329_10153545101672840_8310255213043397955_n 11800308_10153545092012840_1900820383809444793_n