Strandarmótið 25 ára
Í ár verður haldið uppá 25 ára afmæli Strandarmótsins í knattspyrnu. Mótið verður haldið á Árskógsvelli á Árskógsströnd og fer það fram helgina 21.–22. júlí.
Leikið verður með hefðbundnu sniði, styrkleikaskipt fyrir 6. – 8. flokk, bæði fyrir stelpur og stráka.
Á laugardeginum frá kl. 10:00-13:00 leikur 8. flokkur en 6. flokkur leikur frá 13:00-16:00.
Á sunnudeginum leikur 7. flokkur frá klukkan 10:00-15:00.
Að lokinni keppni fá keppendur grillaðar pylsur, svala og þátttökugjöf sem afhent verður á staðnum.
Skráning er nú í fullum gangi en mótsgjald er aðeins 2500 kr.
Skráning fer fram á netfanginu barnaogunglingarad@gmail.com.