Strandarmóti lokið á Árskógsströnd

Að baki er frábært Strandarmót, fjölmennasta Strandarmótið frá upphafi. 6.flokkur lék á laugardag og 7.og 8.flokkur á sunnudag. Mótið gekk mjög vel og komu þátttakendur frá KF, Völsungi, Þór, KA, Magna og Dalvík. Í heild voru keppendur 362. Veðrið var gott eins og alltaf á Strandarmóti og leikgleðin og gamanið í fyrirrúmi.

Heimild: http://dalvik.123.is/