Strandamót í knattspyrnu á Dalvík

Strandarmót Promens 2012

Dagsmót á Árskógsvelli – Árskógsströnd

  • Laugardaginn 21.júlí    6.flokkur kk og kvk     7 manna lið
  • Sunnudaginn  22.júlí    7. og 8.flokkur            5 manna lið

Keppt verður í styrkleikariðlum og hefst keppnin kl. 09:30 báða dagana.

KF sendir tvö lið til leiks í dag, laugardag þegar 6. flokkur verður í baráttunni. Bæði lið verða að mestu ef ekki öllu leyti skipuð strákum þar sem flestar stelpurnar taka sér frí frá þessu móti, en það styttist í Pæjumótið hjá þeim og þar eru strákarnir spila ekki.  Á sunnudag eru það 7. og 8. flokkur sem spila og þar sendir KF eitt lið til leiks í hvorum flokki. Um er að ræða blönduð lið í þessum flokkum

Við hvetjum félög á norður- og austurlandi til að fjölmenna með sína krakka. Hlökkum til að sjá ykkur á Strandarmótinu þar sem gleðin og gamanið er ávallt í fyrirrúmi.