Strákarnir frá MTR unnu Söngkeppni framhaldsskólanna

Tvíburabræðurnir Tryggvi Þor­valds­son og Júlí­us Þor­valds­son ásamt Herði Inga Kristjáns­syni  og Mika­el Sig­urðssyni voru full­trú­ar Mennta­skól­ans á Trölla­skaga í söng­keppni fram­halds­skól­anna sem fram fór í beinni útsendingu á Rúv í gærkvöldi.  Strákarnir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Söng­keppn­ina með glæsilegum flutningi á laginu I’m Gonna Find Another You eftir John Mayer. Keppnin var haldin í vöruhúsi Exton og var án áhorfenda.

Strákarnir eru vanir að koma fram í Fjallabyggð og voru því öruggir á sviðinu og skiluðu laginu og flutningi vel frá sér. Strákarnir eru allir búsettir á Siglufirði og eru heimamenn gríðarlega stoltir af strákunum. Tvíburabræðurnir hafa oft komið fram undir nafninu Þorvaldssynir.

Í öðru sæti varð Dagmar Lilja úr Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hún söng lagið The Way We Were eftir Marvin Hamlisch og Alan og Marilyn Bergman, sem er þekktast í flutningi Barbra Streisand.

Sigríður Halla úr Menntaskólanum í Reykjavík (MR) varð í þriðja sæti fyrir flutning sinn á laginu When the Party’s Over sem upprunalega var flutt af Billie Eilish.

Skjáskot: Rúv.is
Skjáskot: Rúv.is