Strætóskýli eyðilögð á Akureyri

Fjögur strætóskýli á Akureyri voru lögð í rúst á föstudagsnóttina og leitar nú Lögreglan að þeim sem voru þar að verki. Rúður voru brotnar í skýlum Strætisvagna Akureyrar við Naustabraut, Mýrarveg, Vestursíðu og Miðsiðu. Nemur kostnaðurinn við þessi skemmdarverk í hundruðum þúsunda króna. Hafi einhver upplýsingar þá er síminn hjá Lögreglunni á Akureyri 464 7700.

Straeto_ak