Áætlunarferðir Strætó á Norður- og Norðausturlandi eru í uppnámi og greiðsluþrot blasir við Eyþingi, Sambandi sveitarfélaga í Eyjafirði, og Þingeyjarsýslum. Eyþing skuldar verktakanum fyrir aksturinn 4 milljónir króna sem borga þarf á þriðjudaginn.  Verktakinn hættir öllum akstri á svæðinu á miðvikudaginn n.k. fái hann ekki greiðsluna.

Finna þarf lausn á þessu máli en fundað verður með þingmönnum kjördæmisins á þriðjudaginn og innanríkisráðherra á miðvikudaginn.