Strætó fellur niður akstur
Sökum slæmrar veðurspár um land allt bendir Strætó á að vögnum getur seinkað á öllu landinu og mögulega verður að fella einhverjar ferðir niður á landsbyggðinni.
Leið 78: frá Siglufirði kl.15:00 á Akureyri og frá Akureyri kl.16:30 að Siglufirði fellur niður sökum veðurs.
Leið 56: áður auglýst að vagninn færi fyrr, ferðin frá Akureyri að Egilsstöðum fellur niður í dag.
Leið 79: frá Húsavík kl.16:25 að Akureyri og frá Akureyri kl.18:12 fellur niður sökum veðurs.
Leið 57: frá Mjódd kl.09:00 fer til Akureyrar.
frá Akureyri kl.10:15 heldur áleiðis til Reykjavíkur, búast má við því að vagninn komist ekki lengra en Borgarnes sökum veðurspár, farþegar hafi það í huga áður en ferðalagið hefst.
Seinni ferðir dagsins, frá Akureyri kl.16:20 og frá Mjódd kl.17:30 falla niður sökum veðurs.