Strætisvagnar Akureyrar í APP

Leiðakerfi Strætisvagna Akureyrar er nú allt komið í Strætó-appið. Með notkun appsins er hægt að sjá hvar hver vagn er staddur, finna næstu biðstöð, finna réttu leiðina á áfangastað og fylgjast með vögnunum á rauntímakorti.

Stætó-appið virkar í flestum snjallsímum með Android kerfi, iPhone og Windows Phone. Það kostar ekkert að hala niður forritinu og nota það.

Ókeypis er fyrir alla að nota strætó á Akureyri.