Stóru skjálftarnir í gær voru 5,4 og 5,6 á stærð

Skömmu fyrir kl. 03 í nótt varð skjálfti af stærð 4,3 í þessarri hrinu á Norðurlandi. Tilkynningar um að hann hefði fundist bárust frá Siglufirði til Akureyrar.
Frá því að jarðskjálftahrina hófst um 20 km Norðaustan af Siglufirði þann 19. júni hefur sjálfvirkt jarðskjálftakerfi staðsett yfir 1500 jarðskjálfta. Tveir stærstu skjálftarnir í gær urðu kl. 15:05 og 19:26 og voru 5,4 og 5,6 að stærð, samkvæmt nýjustu yfirferð Veðurstofu Íslands.

Enn mælist mikið af minni skjálftum á svæðinu en áfram eru líkur á því að fleiri stærri skjálftar muni verða.  Fólk sem býr á þekktum jarðskjálftasvæðum er hvatt til þess að gera viðeigandi ráðstafanir vegna jarðskjálfta.

Greint var frá því í viðtölum í gær að fólk á Siglufirði hafa leitað út á göturnar í stærri skjálftanum og einnig að kirkjuklukkan á Siglufirði hafi látið heyra í sér. Var það mat manna á Siglufirði að stóri skjálftinn hafi varað í um hálfa mínútu.

Ekki hafa borist fréttir af meiðslum og skemmdum á þessu svæði.