Knattspyrnufélag Fjallabyggðar lék sinn síðasta leik í Lengjubikar karla í dag í knattspyrnu. Leikurinn var gegn Leikni Reykjavík og leikið var á Leiknisvelli. Það er skemmst frá því að segja að Leiknismenn gjörsigruðu KF, lokatölur 6-0, og þar af fjögur mörk á tíu mínútum í seinni hálfleik. Leiknismenn skoruðu tvö mörk með skömmu millibili í fyrri hálfleik, en staðan var orðin 2-0 eftir fimmtán mínútur og var þannig í hálfleik. Leiknir gerði svo út um leikinn í síðari hálfleik með fjórum mörkum.
KF líkur leik í með 1 stig í neðsta sæti síns riðils, skoraði 3 mörk í sjö leikjum og fékk á sig 25 mörk. Leikskýrsluna má sjá hér. Einnig má lesa frétt frá Leikni hér um leikinn.
Fyrsti leikur KF í 1. deildinni verður 9. maí gegn Fjölni í Grafarvogi.