Talsvert búið að snjóa inn til dala á utanverðum Tröllaskaga í NA-strekkingi um páskana og vindflekar í flestum viðhorfum en minna á annesjum. Fremur stórt snjóflóð féll í Héðinsfirði með fjarbroti á þriðjudag sem er vísbending um viðvarandi veikt lag.

Það hefur snjóað og skafið í NA-lægum áttum og vindflekar myndast á innanverðum Eyjafirði. Snjóflóð féll undan skíðamönnum í hlíð í Dalsmynni í gær svo vindflekar geta verið varasamir á svæðinu.

Þetta kemur fram á Ofanflóðasíðu Veðurstofu Íslands.