Stórt skrifstofu- og verslunarhúsnæði til sölu í Ólafsfirði

Aðalgata 2 í Ólafsfirði hefur verið auglýst til sölu. Um er að ræða 1472,3 m2 verslunar- og skrifstofuhúsnæði sem er að hluta í útleigu. Óskað er eftir tilboði í eignina, en fasteignamatið er 55,5 milljónir og brunabótamatið er tæplega 328 milljónir. Húsið er byggt árið 1962 sem atvinnuhúsnæði. Fasteignasala Akureyrar sér um sölu hússins.

Húsið skiptist í verslunarhús sem er 621 m2, skrifstofur á annarri hæð sem er um 320,7 m2 þar hefur ekki verið starfsemi í nokkur ár.
Skemma sem leigutaki er með á leigu sem er um 339,2 m2. Skemma með steyptu gólfi sem er um 190,6 m2 sem er líka í leigu.
Hluti af húsinu þarfnast viðhalds en verslunarhlutinn er í góðu ástandi. Nýlegur leigusamningur er við Samkaup í verslunarrýminu jarðhæðinni.
Tækifæri í að nýta húsið betur en sá hluti þarfnast viðhalds.

Nánari upplýsingar er að finna á fasteignavef mbl.is.

Myndir með frétt koma frá Fastak.is.