Stórt skemmtiferðarskip stoppar á Siglufirði

Þriðjudaginn 30. júlí kemur skemmtiferðaskipið Voyager til Siglufjarðar og verður við Siglufjarðarhöfn kl. 8:00. Um 550 belgískir farþegar munu eyða deginum á Siglufirði og um borð eru einnig 200 starfsmenn skipsins. Skipið stoppar í höfninni til kl. 16 og ætti því að vera ansi líflegt í bænum þennan þriðjudag.

Skipið er 15,271 tonn og 152,4 metrar á lengd.