Hvammur fasteignasala hefur auglýst Ólafsveg 22, tveggja hæða parhús í Ólafsfirði ásamt bílskúr til sölu á aðeins 24,9 milljónir. Húsið er skráð 190 fm og er byggt árið 1947. Húsnæðið er með þrjú svefnherbergi og tvö böð, en þarfnast mikilli endurbóta. Það sem vekur mesta athylgi eru myndirnar af íbúðinni, en nokkrir veggir eru spreyjaðir og aðrir krassaðir. Flísar og spegill spreyjaðir og krassaðir á baðherbergi. Veggir í svefnherbergi sömuleiðis og hurð í geymslu.
Seljandi eignaðist íbúðina í skuldaskilum. Endurbætur voru síðast unnar á eigninni árið 1987.
Engu að síður er hægt að gera þarna góð kaup fyrir laghenta og koma íbúðinni í betra ástand. Stór og mikil eign í Ólafsfirði sem vert er að skoða.