Stórt kvennafótboltamót á Sauðárkróki um helgina

Landsbankamót Tindastóls á Sauðárkróki fór fram um helgina. Stelpur í 6. flokki kvenna mættu til leiks og spiluðu fótbolta á laugardag og sunnudag.  Alls komu 19 félög með 80 lið á mótið.  Leikið var í 2×8 mínútur.  Einnig var haldið systkinamót fyrir 3-5 ára. Upphaflega átti mótið einnig að vera fyrir 7. flokk kvenna en alls sóttu 60 lið um það mót og þá 140 lið í heildina. Ákveðið var að færa 7. flokk kvenna til Akureyrar þar sem KA hélt mót nú um helgina.  Ekki var hægt að hýsa öll þessi lið og gesti á Sauðárkróki í göngufæri við völlinn og var því ákvörðun um þetta tekin í vor.

13516461_1697434240505900_8557386409200204289_n