Von er á um 230 fermingarbörnum til Dalvíkur á morgun, laugardaginn 25. ágúst, til að taka þátt í fermingarbarnamóti Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi í Dalvíkurprestakalli. Byrjað verður kl. 10:00 í Íþróttamiðstöðinni á Dalvík en þar verða smiðjur og fleira skemmtilegt ásamt dagskrá í skólanum. Grillað verður fyrir fermingarbörnin og einnig verða Slysavarnarfélagskonur Dalvíkur með bakaðar skúffufkökur með kaffi sem er fjáröflun fyrir félagið.

Prestar, djákni, leiðtogar og starfsfólk i kirkjum Eyjafjarðarsvæðisins halda utan um mótið.