Stórt blakmót í Fjallabyggð um helgina

Önnur mótshelgin á Íslandsmóti neðri deilda í blaki fer fram nú um helgina. 2.deild kvenna mun spila í íþróttahúsinu á Siglufirði og komu 8 lið í mótið auk Blakfélags Fjallabyggðar. Fjögur lið forfölluðust að þessu sinni. Mótinu hafði áður verið frestað vegna samgöngutakmarkanna.

Leikið er á þremur völlum og lýkur mótinu í kringum hádegið á morgun, sunnudag.

Nánar verður fjallað um úrslit BF liðsins hér í dag á vefnum og á morgun.

 

Myndlýsing ekki til staðar.