Um næstu helgi fer fram Sigló Hótel – Benecta mót Blakfélags Fjallabyggðar. Mótið hefur verið að stækka undanfarin ár enda vinsældir blaksins sífellt að aukast. Á mótinu í ár munu 59 lið taka (42 kvennalið og 17 karlalið) eða rúmlega 420 keppendur og verða spilaðir 145 leikir. Þessi fjöldi liða gerir mótið að stærsta helgarblakmóti landsins á keppnistímabilinu.
Mótið hefst óformlega kl. 17:00 föstudaginn 23. febrúar með leik Blakfélags Fjallabyggðar og Fylkis í 1.deild karla í íþróttahúsinu á Siglufirði en formlega hefst mótið með leikjum kl. 19:00 í íþróttahúsinu á Siglufirði og í Ólafsfirði. Spilað verður til rúmlega 23:00 á föstudagskvöldinu og á laugardeginum er svo spilað frá 08:00 til u.þ.b. 18:00 í báðum íþróttahúsunum.
Sjö lið frá BF taka þátt á mótinu, þ.e. tvö karlalið og fimm kvennalið og hægt verður að fylgjast með leikjum og úrslitum leikja á blak.is.
Lokahóf mótsins fer svo fram á laugardagskvöldinu og eru yfir 200 manns skráðir á hófið sem fram fer á Rauðku.
Áhugafólk getur líka fylgst með upplýsingum um mótið á facebooksíðu mótsins.
Deildarskipting
Hér að neðan er hægt að sjá endanlega deildarskiptingu mótsins.
1.deild kvenna: Völsungur C – Fylkir A – Krákurnar – Skutlur/Eik A – Rimar A – Völsungur B – Krækjur – BF 1.
2.deild kvenna: Birnur – Fylkir B – Sisters – StepSisters – One Hit Wonders – Dalalæður – Skautar A – Skutlur/Eik B.
3.deild kvenna: Krækjur B – BF 2 – Skautar B – Mývetningur – Rimar B – Þróttur Nes – BF 3 – KA Freyjur A.
4.deild kvenna: Skautar C – Krákurnar B – Dalalæður 2 – Rimar C – Völsungur D – Bjarkir.
5.deild kvenna: KA Freyjur B – Mývetningur A – Álkur – Bryðjur – Stellur – Skutlur/Eik C.
6.deild kvenna: Rimar D – Álkur 2 – BF 4 – Stellur Á – Stellur G – BF Kjúllar.
1.deild karla: BF A – Fylkir – KA Ö – Snörtur – Rimar – KA K.
2.deild karla: BF B – Fylkir V – Umf Efling – Leiftur – Úlfarnir – Völsungur.
3.deild karla: Umf Efling 2 – VarÚlfarnir – Óðinn 1 – Rimar Á – Splæsir.