Stórt blakmót á Dalvík um helgina

Blakfélagið Rimar í Dalvíkurbyggð heldur árlegt októbermót um næstu helgi. Alls hafa 38 lið skráð sig frá 14 félögum. Reiknað er með yfir 220 iðkendum og þar af eru 29 kvennalið.
Spilað verður á þremur völlum frá föstudagskvöldi og fram á laugardagskvöld. Flest liðin koma af Norðurlandi. Mótið hefur aldrei verið svona stórt eins og í ár sem sýnir hvað blakiðkendum fer fjölgandi. Blakfélag Fjallabyggðar sendir t.d. 6 lið,  KA sendir 5 lið, Rimar 5 lið og Völsungur 4 lið, en önnur félög senda færri lið.
Hótel Dalvík hefur boðið þátttakendum sérstakt tilboð á gistingu og morgunmat.
Ekkert kostar inná mótið fyrir gesti og stuðningsmenn og er fólk hvatt til að koma og horfa á skemmtilegt mót. Sjoppa er á staðnum með kaffi og bekkelsi.