Stórt ættarmót haldið á Siglufirði um helgina

Undirritaður hélt eitt augnablik að Sigurður Ægisson hefði fært messuna út á Ráðhústorg, en þar var gríðarlegur fjöldi af fólki í dag. Í ljós kom að ekki var um útimessu að ræða heldur stórt ættarmót sem haldið er á Siglufirði um helgina. Gista gestirnir flestir á Hóli en aðrir hjá ættingjum í bænum.  Setur þetta skemmtilegan svip á bæinn.  Yfir 400 manns eru á þessu ættarmóti.