Stórsýning Menntaskólans á Tröllaskaga

Undirbúningur er í fullum gangi fyrir stórsýningu Menntaskólans á Tröllaskaga í Ólafsfirði. Nemendur eru að leggja lokahönd á verkefni sín og byrjað er að hengja upp myndir. Sem fyrr er fjölbreytnin höfð að leiðarljósi og er sýningaropnun laugardaginn 12. desember næstkomadni. Má til dæmis nefna sjónlistir, ArtFabLab, útieldun og fjölda annara spennandi verkefna. Á laugardag verður opið kl. 13:00 – 16:00. Sýninguna verður einnig hægt að skoða í næstu viku á vinnutíma, frá kl. 8-16.

mtr