Stórstjörnukvöld á Einni með öllu í kvöld

Stórstjörnukvöld Norðlendinga verður í kvöld á Einni með öllu þar sem tónlistarmenn frá Norðurlandi koma fram á sviði í miðbænum kl. 20:00-22:00.

Fréttatilkynning frá Einni með öllu:

Þetta kvöld er það sem þú mátt helst ekki missa af!  Þarna hafa safnast saman hellingur af því norðlenska fólki sem hefur verið að skapa tónlist og vinna hörðum höndum að því að koma sér á framfæri og ætla þau að leyfa ykkur kæru gestir að sjá og heyra hvað þau eru búinn að vera að bralla upp á síðkastið. Það er rosalega mikilvægt fyrir okkur að fólk fjölmenni og styðji við norðlenskt tónlistarfólk svo tónlistarlífið hérna á Akureyri haldi áfram að blómstra.

Fram koma: 
Birkir Blær
Rán Ringsted
Stefán Elí
KÁ/AKÁ
Anton Líni
Rebekka Hvönn
Spiceman

Þetta kvöld er í boði Bautans og Orum.

 

Önnur dagskrá í dag á Akureyri:

13:00 – 17:00 Hamarskotstún

Frisbígolfmót. Keppt verður í þremur flokkum, KK, KVK og 16 ára og yngri. Frítt á mótið og hægt er að leigja frisbígolfdiska á staðnum. Frisbígolffélag Akureyrar tekur á móti keppendum.

Glerártorg

12:00-13:30 Húlludúllan með smiðju – Hannaðu og eignastu þinn eigin húllahring! Húlladúllan kemur með fullt af berrössuðum húllahringjum og allskonar flott límbönd og hjálpar ykkur að skreyta ykkar eigin hring! Mælst er til þess að yngstu börnin komi í fylgd fullorðins félaga, sem aðstoði þau við föndrið. Smiðjan rúmar 40 þáttakendur og nauðsynlegt er að skrá þáttakendur til leiks. Skráning er hafina á: www.hulladullan.is Beinn hlekkur er hér. Staðsetning á smiðjunni er á Glerártorgi. Lengd námskeiðisins er u.þ.b. 90 mínútur en efniskostnaður er 2500kr.  

Kirkjutröppur

16:00 – 18:00 Kirkjutröppuhlaup í boði Hótel Kea, Múlaberg bistro & bar og Hamborgarafabrikkunnar
Keppt verður í fjórum aldursflokkum og fá fyrirtæki og félagasamtök einnig að taka þátt. Boðið verður upp á andlitsmálun fyrir börnin sem gerir keppnina enn skemmtilegri. Þátttakendur skrá sig á staðnum. Andlitsmálning verður í boði á staðnum þar sem stúlkur úr Dansskóla Steps sjá um. Glæsileg verðlaun í boði !

Frekari upplýsingar má sjá undir síðunni “Árlegir viðburðir” eða með því að smella hér

Sundlaug Akureyrar 

17:00 Aqua Zumba með Þórunni Kristínu í Sundlaug Akureyrar. Linkur inn á viðburðinn hér.

Tían Mótorhjólaklúbbur Akureyrar.

20:00 HÓPKEYRSLA TÍUNNAR

Hópkeyrsla verður um verslunarmannahelgina. Tían hittist á Ráðhústorgi og tekur góðan hring um bæinn og endar á að raða hjólunum í göngugötunni

Akureyrarkirkja

20:00 Óskalagatónleikar
Enn eina ferðina ætla Óskar Pétursson og Eyþór Ingi Jónsson að syngja og spila óskalög tónleikagesta í Akureyrarkirkju.
Þessa tónleika hafa þeir haldið á föstudagskvöldi um verslunarmannahelgi í mörg ár við frábærar undirtektir bæjarbúa.
Tónleikagestir fá lagalista með nokkur hundruð lögum og biðja um óskalög á staðnum.
Miðasala er við innganginn og húsið opnar kl. 19.

Gott getur verið að vera tímanlega því yfirleitt komast færri að en vilja. Tónleikar hefjast kl. 20:00

Miðbærinn

Stjörnukvöld Norðlendinga í miðbænum í boði Orum og Bautans

20:00 – 22:00
Fram koma:
Anton Líni
Stefán Elí
Spiceman
KÁ/AKÁ
Rebekka Hvönn
Birkir Blær
ásamt fleirum!

Kynnar: Stórleikurinn

Tívolí

Tívolí á planinu við Hofsbót er opið til kl. 24:00.

Tívolí við hliðina á Átaki er opið til kl. 24:00.

Boltafjör á leikhúsflötinni

13:00 – 22:00 Boltafjör með vatnakúlum, snúningshjól, klessuboltar og Nerf á leikhúsflötinni.

Græni hatturinn:  Killer Queen

 

Eftir miðnætti

Sjallinn: Hamrabandið

Kaffi Amour: 

Pósthúsbarinn:

Götubarinn: Skemmtileg barstemmning.