Stórir styrkir til Fjallabyggðar

Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra úthlutaði í dag, 79 milljónum króna til menningar, atvinnuþróunar og nýsköpunar á starfssvæði Eyþings.  Sjóðurinn er hluti af samningi milli Eyþings og ríkisins um Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2015-2019. Uppbyggingarsjóður er samkeppnissjóður og  veitir verkefnastyrki til menningarverkefna,  atvinnuþróunar og nýsköpunar  auk stofn- og rekstrarstyrkja til menningarmála. Alla styrkina má sjá hér.

Uppbyggingarsjóði bárust samtals 156 umsóknir, þar af 45 til atvinnuþróunar og nýsköpunar og 111 til menningar.  Sótt var um 231,5 m.kr.,  þar af 110,5 m.kr. til atvinnuþróunar og nýsköpunar og 121 m.kr. til menningarstarfs. Uppbyggingarsjóður samþykkti að veita 77 verkefnum styrkvilyrði að upphæð 79 m.kr. Áætlaður heildarkostnaður við verkefnin er rúmar 690 m.kr.

  • Kvæðamannafélagið Ríma í Fjallabyggð hlaut 100.000 kr. styrk
  • Þjóðlagahátíðin á Siglufirði hlaut 500.000 kr. styrk
  • Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg vegna Super Troll Ski Race  hlaut 500.000 kr. styrk
  • Hjarta bæjarins ehf vegna Hin siglfirska Mjallhvít, hlaut 1.000.000 styrk.
  • Alþýðuhúsið á Siglufirði hlaut 1.300.000 kr. styrk
  • Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði, hlaut 1.800.000 kr. styrk
  • Fjallasalir ses. vegna Safnamála í Ólafsfirði / Flutningur og endurhönnun Náttúrugripasafns Ólafsfjarðar,  hlaut 3.000.000 styrk
  • Félag um Ljóðasetur Íslands hlaut 1.000.000 kr. styrk
  • Þórarinn Hannesson vegna: Margbreytilegur einfaldleiki, hlaut 200.000 kr. styrk