Stórhríð á Siglufjarðarvegi og Lágheiðin lokuð

Snjóþekja og skafrenningur er á Öxnadalsheiði en þungfært og stórhríð á Siglufjarðarvegi. Þæfingsfærð og sjókoma er á milli Ólafsfjarðar og Akureyrar, eins er þæfingsfærð og stórhríð á Víkurskarði. Hálka snjóþekja og óveður er víðast hvar á norðausturströndinni. Ófært og óveður er á hálsum og Hófaskarði. Snjóþekja og skafrenningur er á Mývatns- og Möðrudalsöræfum. Þá er Lágheiðin milli Fljóta og Ólafsfjarðar lokuð.

Þetta kemur frá á vef Vegagerðarinnar kl. 7:35 í morgun.