Stóra upplestrarkeppnin í Grunnskóla Fjallabyggðar

Í gær var haldin undankeppni Stóru Upplestrarkeppninnar í Grunnskóla Fjallabyggðar. Það voru nemendur 7. bekkjar sem tóku þátt í keppninni. Meginmarkmið verkefnisins  er að efla íslenskt mál og færni nemenda í notkun þess. Vandvirkni og virðing eru aðalsmerki starfsins og mikil vinna og metnaður er lagður í undirbúning fyrir keppnina. Fjórir nemendur og einn varamaður voru valin í gær til að keppa fyrir hönd skólans í Stóru Upplestrarkeppninni sem haldin verður í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði þann 5. mars n.k.  Myndir má sjá hér.

Þetta eru:

  • Álfheiður Agla Oddbjörnsdóttir
  • Guðmundur Árni Andrésson
  • Guðrún Fema Sigurbjörnsdóttir
  • Þórey Hekla Ægisdóttir
  • Helgi Fannar Jónsson (varamaður)

Heimild: grunnskoli.fjallabyggd.is