Stóra hjólreiðahelgin á Akureyri

Mikið eru um að vera hjá hjólreiðafólki á Norðurlandi þessa helgina. Á föstudag var hið árlega fjögra gangna mót haldið, en þar byrja menn við Strákagöng á Siglufirði og hjóla í gegnum Héðinsfjarðargöng og Múlagöng til Akureyrar.  Sú leið er 85-90 km löng.

Í dag klukkan 10 hefst annar dagskrárliður en þeir félagar í Enduro Ísland sjá um þennan dagskrárlið í ár.
Stefnan er að byrja á því að fara niður með skíðalyftunni á Akureyri og enda á því að fara niður allt Hlíðarfjall, yfir Glerá og uppí Fálkafell og þaðan niður í Kjarnaskóg.
Öll leiðin er byggð upp með brúm, stökkpöllum og fleira skemmtilegu.

Klukkan 13 í dag er svo hjólað Tjarnarhringinn á Akureyri sem er 2,5 km.
Karlar hjóla 12 hringi en konur 10.
Beygjurnar eru 9 talsins og skiptir því tækni og útsjónasemi keppenda miklu máli.
Öllum götum er lokað á meðan á móti stendur og meðal annars annarri akgreininni á Þjóðvegi 1.

Klukkan 17 í dag er svo hjólað niður Kirkjutröppurnar á Akureyri.
Í fyrra var brúðkaup á meðan á keppninni stóð og bílastæðin full af bílum og brúðarbíllinn fyrir utan sem bauð uppá skemmtilega stemmingu hjá áhorfendum.
Ótrúlegur fjöldi fylgdist með þegar ofurhugar brunuðu niður braut sem endaði á því að menn létu sig flakka niður allar 100+ tröppurnar.
Brautin var um 150 tröppur í heild og voru margir vel þreyttir í höndum og fótum eftir þessa . Takmarkaður fjöldi tekur þátt í þessari lokagrein, en þátttakendur eru um 20. Nánari upplýsingar hjá hjolak.is.

11742879_921327817932748_1815573341647793908_n