Stór stuðningur til Ljóðasetursins þriðja árið í röð

Forstöðumaður Ljóðaseturs Íslands hefur greint frá því að setrið hafi fengið öflugan rekstrarstyrk frá Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra fyrir árið 2019. Um er að ræða styrk upp á 1,2 milljónir sem kemur sér vel fyrir rekstur setursins sem heldur öllu jafnan úti veglegri dagskrá og viðburðum. Er þetta í þriðja árið í röð sem setrið hlýtur svona stóran styrk frá Eyþing, en 2017-2018 fékk setrið styrk upp á eina milljón króna fyrir hvort árið og árið 2015 hlaut setrið 200.000 króna styrk fyrir lifandi viðburði.

Með svona styrk getur setrið haldi áfram úti góðri dagskrá og boðið upp á stærri viðburði.