Stór jarðskjálfti fannst víða á Norðurlandi í dag

Í dag, 15. september kl. 14:51 varð jarðskjálfti 4,6 að stærð, um 20 km NV af Húsavík. Fjöldi tillkynninga um að skjálftinn hafi fundist á Norðurlandi hafa borist Veðurstofunni. Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt. Annar skjálfti af stærðinni 4 varð klukkan 17:06 á sömu slóðum og fyrri skjálftinn í dag. 6,9 km SA af Flatey.

Skjálftinn er hluti af jarðskjálftahrinu sem hófst fyrir norðan land þann 19. júní í sumar. Er þessi hrina sú öflugasta á Tjörnesbrotabeltinu í ríflega 40 ár. “Með skjálftanum í dag aukast líkurnar á því að virknin sé að færast austar eftir Húsavíkur-Flateyjar misgenginu“, segir Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvár á Veðurstofu Íslands. „Rannsóknir á misgenginu benda til að enn sé innistæða fyrir stærri skjálfta allt að stærð 7 á Húsavíkur-Flateyjar misgenginu og meðan að hrinan er í gangi eru auknar líkur á stærri skjálftum.”

mynd