Stofnfundur Markaðsstofu Ólafsfjarðar

Stofnfundur Markaðsstofu Ólafsfjarðar var haldinn 19. júní síðastliðinn í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði. Áhrifafólk, fyrirtækjaeigendur og aðrir áhugasamir mættu á fundinn. Kynning var á samþykktum félagsins og þær bornar til samþykkis. Þá var kosið í stjórn félagsins og hún kynnt. Verkefnastjóri Markaðsstofu Norðurlands hélt fyrirlestur um stöðu og framtíðarsýn. Hörður Elís hjá Iceland Travel var með fyrirlestur um hvernig eigi að nýta tækifærin og í lokin var farið yfir önnur mál.