Ágæti hestaunnandi.
Hestamannafélagið Gnýfari, Ólafsfirði, stendur um þessar mundir í byggingu reiðskemmu, sem mun gjörbreyta öllu er viðkemur hestamennsku, sérstaklega þar sem Ólafsfjörður hefur verið þekktur fyrir snjóþyngsli.
Til að auðvelda fjármögnunina höfum við leitað til 12 stóðhestaeigenda, sem hafa verið svo vinsamlegir að styrkja okkur, sem við þökkum hér með fyrir, svo við gætum farið af stað með stóðhestahappdrætti, sbr. meðfylgjandi auglýsingu. Einnig viljum við í leiðinni athuga hvort þú ert ekki til í að styrkja okkur með því að kaupa miða og hugsanlega vinna einn af folatollunum.
Fyrir hönd stjórnar Gnýfara,
Valdi Hreins.