Stjórn Síldarminjasafnsins óskar eftir samstarfi á frágangi lóðar

Stjórn Síldarminjasafnsins hefur óskað eftir samstarfi við Fjallabyggð um snyrtingu lóðar safnsins eftir framkvæmdir Vegagerðarinnar við Snorragötu.
Hluti af verkefninu tengist frágangi Vegagerðar, sem unnið verður 2012.
Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt að fela tæknideild að taka upp viðræður um verkefnin og kostnaðarreikna.
Ekki er gert ráð fyrir sérstöku framlagi vegna þessa í fjárhagsáætlun 2012.