Stjarnan valtaði yfir KF

KF og Stjarnan áttust við í dag í Lengjubikarnum í knattspyrnu í Akraneshöllinni. Töluverður styrkleikamunur er á þessum liðum og því við ramman reip að draga fyrir Knattspyrnufélag Fjallabyggðar. Fyrsta mark leiksins kom á 7. mínútu og var þar að verki Ólafur Karl Finsen fyrir Stjörnuna. Á 35. mínútu skoraði Hörður Árnason annað mark Stjörnunnar, staðan 2-0 og stóð þannig í hálfleik.

Í síðari hálfleik gerði Halldór Orri Björnsson þrennu fyrir Stjörnuna. Hann skoraði á 57.,73., og 91. mínútu. Lokatölur 5-0 fyrir Stjörnuna.

Næsti leikur KF verður gegn Þrótti Reykjavík í Boganum á Akureyri, þann 10. mars.

Leikskýrslu KSÍ má lesa hér.