Stigamót í strandblaki á Akureyri

Opnað hefur verið fyrir skráningu á stigamót 4 sem haldið verður af Blakdeild KA á Akureyri helgina 15-17 júlí.  Þetta er í annað sinn sem mótið verður haldið á Akureyri en strandblak hefur náð frábærri útbreiðslu þar enda í frábæru umhverfi. Spilað verður á tveimur völlum í Kjarnaskógi og blakvelli við KA heimilið ef þörf er á.

Keppt verður í fullorðinsflokkum, U-19 og U-15 bæði kvenna og karladeildum. Þátttökugjald í mótinu er 6.500 kr pr/lið í fullorðinsflokki, en 4.000 kr í unglingaflokkum.

Skráningarfrestur til kl 20:00, mánudaginn 11. júlí. Eftir það er lokað fyrir skráningu, greiða þarf skráningargjaldið fyrir þann tíma.