Steypt undir Salthús Síldarminjasafnsins

Vinna við steypu undir Salthús Síldarminjasafnins á Siglufirði er hafin, húsið sjálft verður á tveimur hæðum og um 600 fm. Það var Byggingafélagið Berg á Siglufirði sem höfðu umsjón með verkinu og koma myndir frá Facebooksíðu þeirra. Örlygur safnstjóri Síldarminjasafnsins fylgist vel með verkinu. Forsætisráðherra tók fyrstu skóflustunguna að verkinu 27. maí s.l.  Sjá einnig eldri frétt héðan og teikningar af húsinu.

10341654_808126919232361_2368207282439583689_n 10557275_808127989232254_3059626560138558477_n 10492445_808127959232257_7079004699947471334_n