Steingrímur J heimsótti Síldarminjasafnið

Í gær fimmtudaginn 7. febrúar kom Steingrímur J. Sigfússon atvinnu- og nýsköpunarráðherra í heimsókn á Síldarminjasafnið á Siglufirði ásamt Bjarkeyju Gunnarsdóttur og Edward Huijbens, frambjóðendum VG.

Tilefnið var notað til að þakka Steingrími fyrir þátt hans í samningi safnsins við Menningarráðuneytið, en Steingrímur var fjármálaráðherra þegar hann var upphaflega gerður. Þessi samningur hefur orðið safninu til mikillar gæfu og breytt öllu um starfsemi þess.  Alla fréttina má lesa hér.

Þetta kemur fram á heimasíðu Síldarminjasafnsins, www.sild.is

Texti: www.sild.is / Örlygur Kristfinnsson.