Umferðin um Víkurskarð frá áramótum og til 25.10.2023 er þegar komin framúr mestu árlegri umferð yfir Víkurskarðið eftir opnun Vaðlaheiðarganganna. Það sem af er ári hafa farið 175.568 ferðir um Víkurkarðið sem er 25% af heildarumferð.

Allt stefnir í um 8% meiri umferð um Vaðlaheiðargöngin í ár miðað við síðasta ár.

Frá þessu var greint á fésbókarvef Vaðlaheiðargangna.