Stefna að því að opna skíðasvæðið á Siglufirði 3.desember

Stjórnendur Skíðasvæðisins í Skarðsdal á Siglufirði stefna að því að opna laugardaginn 3. desember. Snjóað hefur á svæðinu síðustu daga og er spáin framundan góð. Áður stóð til að opna svæðið 12. nóvember en veðurfarið var ekki hagstætt og ekki var nægur snjór þá og hefur því opnuninni seinkað um nokkrar vikur.

Hægt er að skoða vefmyndavélina frá fjallinu hérna.