Stefna á opnun í Skarðsdal um næstu helgi

Stefnt er að því að opna skíðasvæðið Skarðsdal á Siglufirði um komandi helgi, 13.-14. desember. Snjóað hefur um 20-40 cm og meiri snjór er í spánum. Báðir troðarar á svæðinu eru í því að binda þann snjó sem er kominn.

Til stóð fyrst að opna þann 22. nóvember, en vegna hlýinda og veðurfars þá tókst það ekki.

Sigló mars 2009 013 (Medium)