Stebbi og Eyfi með tónleika í Fjallabyggð í maí

Tveir af bestu söng- og lagahöfundum Íslands munu halda tónleika í Fjallabyggð í maí.  Þetta eru þeir Stebbi og Eyfi, eða betur þekktir sem Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson. Þeir verða með tónleika í Ólafsfjarðarkirkju mánudaginn 7. maí nk. kl. 20:30 og á Kaffi Rauðku fimmtudaginn 10. maí.

Stefán og Eyjólfur hafa starfað saman í áratugi og komu meðal annars fram í Eurovison fyrir Íslands hönd árið 1991 með lagið Nína. Þá hafa þeir gefið undanfarin ár út plöturnar “Nokkrar notalegar ábreiður” og “Fleiri notalegar ábreiður”

Þeir félagar halda fleiri tónleika á Norðurlandi í maí þannig að fólk á svæðinu getur valið hvar þeir vilja sjá þá.

Tónleikadagar:

7. maí: Ólafsfjarðarkirkja (kl. 20.30)
8. maí: Menningarhúsið Berg, Dalvík (kl. 20.30)
9. maí: Kaffi Brekka, Hrísey (kl. 20.30)
10. maí: Kaffi Rauðka, Siglufirði (kl. 21.00)

Draumur um Nínu, Stefán og Eyfi 1991.

Nokkrar notalegar ábreiður.