Fimm starfsmenn Grunnskóla Fjallabyggðar luku námi hjá Símey og útskrifuðust sem leikskólaliðar – og stuðningsfulltrúar núna í júní. Þetta eru þær: Sunneva Guðnadóttir, Hulda Katrín Hersteinsdóttir, Helga Guðrún Sverrisdóttir, Kolbrún Inga Gunnarsdóttir og Vigdís Guðmundsdóttir. Frá þessu var greint á vef Grunnskóla Fjallabyggðar.

Námið er ætlað þeim sem starfa í leik- og grunnskólum. Nemendur þurfa að vera orðnir tuttuguogtveggja ára og hafa að baki að minnsta kosti þriggja ára starfsreynslu af viðkomandi starfssviði. Nemendur sem ljúka leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú hljóta starfsheitin leikskólaliði og stuðningsfulltrúi. Námið er kennt sem stað- og fjarnám.

Námið er samtals 66 einingar, sem eru kenndar á fjórum önnum og er fyrir er fyrir ófaglærða starfsmenn í leik-, og grunnskólum.