Starfsmenn Akureyrarkaupstaðar til Hríseyjar

Nokkrir starfsmenn Akureyrarkaupstaðar munu flytja skrifstofu sína tímabundið í Hrísey í næstu viku.  Meðal starfsmanna verða aðstoðarmaður bæjarstjóra, verkefnastjóri atvinnumála, verkefnisstjóri ferðamála og bæjarstjórinn. Skrifstofa þeirra verður í Hlein frá og með mánudagi til fimmtudag.  Starfsmennirnir munu stoppa mislengi í Hrísey.  Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri verður með skrifstofu sína í Hrísey á þriðjudagsmorgun.

Hrísey