Starfsfólk Leikskóla Fjallabyggðar upplýst um viðbrögð við jarðskjálfta

Tilkynning frá Leikskólum Fjallabyggðar:

Vegna jarðskjálftahrinunnar sem nú stendur yfir og tilkynningar almannavarna um óvissustig viljum við koma eftirfarandi upplýsingum til foreldra.

Starfsfólk Leikskóla Fjallabyggðar hefur verið upplýst um viðbrögð við jarðskjálfta og börn á eldri deildum fá fræðslu um hvernig þau eiga að bregðast við ef það kemur jarðskjálfti.

Við höfum farið yfir húsnæði leikskólans og gengið úr skugga um að hillur og skápar séu tryggilega fest við veggi og þungir hlutir séu ekki geymdir þar sem þeir geta fallið á börn og starfsfólk.

 Komi stór jarðskjálfti mun starfsfólk beina börnum undir borð og bíða af sér skjálftann. Við munum halda kyrru fyrir í leikskólanum þar til foreldrar koma og sækja börnin.

Við bendum foreldrum á að kynna sér vef almannavarna þar sem má finna viðbrögð við jarðskjálfta.

http://www.almannavarnir.is/default.asp?cat_id=85

 

Við vonum auðvitað að við þurfum ekki að grípa til þessara aðgerða, höldum ró okkar eftir bestu getu og sinnum  daglegum störfum með bros á vör.