Starf tæknifulltrúa laust í Fjallabyggð

Fjallabyggð leitar að áhugasömum og framsæknum einstaklingi til að sinna starfi tæknifulltrúa.

Tæknifulltrúi starfar með  deildarstjóra tæknideildar að verkefnum á sviði byggingar-, tækni-, lóða- og skipulagsmála.

Tæknifulltrúi hefur umsjón með gerð lóðaleigusamninga. Skráningu mannvirkja og lóða í byggi, skráningarforrit fasteignamats. Undirbúningi, boðun og afgreiðslu funda skipulags- og umhverfisnefndar, ritar fundi nefndarinnar. Skipulagningu og skráningu teikninga á vegum sveitarfélagsins. Umsýsla er tengist dýraeftirliti. Móttaka erinda til tæknideildar og skráning í málakerfi Fjallabyggðar.

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

  •          Tæknimenntun sem nýtist við starfið.
  •          Víðtæk tölvuþekking.
  •          Færni í að vinna með skipulagsgögn og teikningar.
  •          Góðir samskipta- og samstarfshæfileikar.
  •          Sjálfstæði í vinnubrögðum.
  •          Skipulagshæfileikar og frumkvæði við lausn verkefna.

Launakjör eru skv. kjarasamningi Fjallabyggðar við viðkomandi stéttarfélag.

Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á vef og skrifstofum Fjallabyggðar. Umsóknum skal skilað á skrifstofu Fjallabyggðar eða með tölvupóst á tengilið eigi síðar en 24. apríl næstkomandi.

Tengiliður: Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar

armann@fjallabyggd.is s.464 9100 / 864 1491