Starf leiðbeinanda í Félagsmiðstöð í Fjallabyggð

Fjallabyggð auglýsir eftir leiðbeinendum til að starfa við félagsmiðstöðina Neon. Starfstímabil er frá 9. janúar til 1. maí. Leitað er að einstaklingum 20 ára. Síðasti dagur til að sækja um er föstudaginn 30. desember. Nánar á Fjallabyggð.is.

Vinnutími er seinni part dags og fram á kvöld virka daga. Leiðbeinendur sjá um að skipuleggja og undirbúa dagskrárliði í samvinnu við nemendaráð og í samráði við deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála.